Hlustaðu, mældu og náðu fram því besta í þínu fólki
Viltu vita meira?Hvað gerum við
HR Monitor eykur virkni starfsmanna
HR Monitor styður við færni stjórnenda
HR Monitor dregur úr starfsmannaveltu
Hvers konar vandamál leysum við
Drögum úr starfsmannaveltu
HR Monitor veitir starfsmönnum tækifæri til að taka meira þátt á vinnustaðnum og í umhverfi þeirra. Þetta gerir það að verkum að þeim líður meira sem hluti af fyrirtækinu sem dregur úr starfsmannaveltu.
Aukum virkni stafsmanna
HR Monitor veitir rauntímaupplýsingar um mannauðsmál fyrirtækisins sem gerir stjórnendum kleift að bregðast skjótt við breyttum aðstæðum og auka þar með virkni starfsmanna.
Betri stjórnendur
HR Monitor er á margan hátt stöðugur þjálfari sem hjálpar stjórnendum að bæta stjórnunarhæfileika sína. Reglulegar mannauðsmælingar flýta fyrir námsferlinu.
Aukin innsýn í mannauðinn
Vel skilgreind starfsmannastefna og mælikvarði til að mæla árangur veitir stjórnendum þau verkfæri sem þeir þurfa til að byggja upp afkastamikið starfsafl með aukinni þátttöku starfsmanna og stuðlað þannig að velgengni fyrirtækisins.
Vinna með nýjustu mannauðstölur
Árlegar mannauðsmælingar eru liðin tíð. Rétt eins og enginn fjármálastjóri getur starfað án mánaðarlegra fjárhagstalna þurfa stjórnendur í dag ávallt nýjustu upplýsingar um mannauð sinn.
Aukin sjálfvirkni
Reglulegar mannauðsmælingar gera bæði mannauðsstjórum og öðrum stjórnendum kleift að gefa sér meiri tíma í það sem gagnast fyrirtækinu beint. Sjálfvirkni gerir reglulegar mannauðsmælingar mögulegar og hjálpar þannig stjórnendum að hafa fingurinn á púlsinum og taka frumkvæðið í að takast á við vandamál og á sama tíma einblína á velgengni fyrirtæksins.
Hvernig virkar HR Monitor?
1. Reglulegar mælingar
Um leið og mæling hefst eru 9 spurningar sendar á alla starfsmenn fyrirtækisins í tölvupósti sem og á Workplace og fleiri samskiptamiðlum.
2. Sjálfvirkar áminningar
Sjálfvirkar áminningar eru sendar reglulega á meðan mælingu stendur til þeirra sem hafa ekki enn svarað.
3. Niðurstöður strax klárar
Niðurstöður eru tilbúnar á sama tíma og mælingunni lýkur og veitir þér nýjustu tölur á sama hátt og sölu-, framleiðslu- og fjármálakerfi gera.
4. Stöðug framþróun
Ræddu um niðurstöðurnar við teymið þitt. Fagnið góðum árangri og grípið til aðgerða þegar bæta þarf vinnustaðinn enn frekar.
Af hverju bara 9 spurningar?
HR Monitor notar 9 spurningar og þar af 8 krossaspurningar sem mæla eftirfarandi flokka:
9. spurningin er alltaf opin spurning til að safna beint hugmyndum, persónulegri reynslu og skoðunum starfsmanna.
Helstu áskoranir í mannauðsmálum
- Há starfsmannavelta
- Lítil virkni starfsmanna
- Þörfin til að bæta stjórnun
- Lítil yfirsýn yfir vinnuafl og vöntun á mælikvörðum
- Úreltar og yfirborðskenndar mannauðsupplýsingar
- Tímafrek handvirk ferli
Árlegar mannauðsmælingar eru liðin tíð!
Við færum stjórnendum nýjustu upplýsingar um mannauðinn
Öflun, innsæi og framsetning gagna um árangur starfsmanna er sjálfvirk hjá HR Monitor.
„Að nota HR Monitor er eins og að taka röntgenmynd af fyrirtækinu“
Í dag eru 15% amerískra fyrirtækja byrjuð að nýta reglulegar mannauðsmælingar.
50% segjast ætla að hefja reglulegar mannauðsmælingar á næstu 2 árum.
- 1
- 2
- 3
- 4
“HR Monitor eða Nova púlsinn eins og við köllum hann er einfalt í notkun og frábært verkfæri fyrir alla þjálfara Nova. Púlsinn er mikilvægur í að búa til besta vinnustað í heimi, sem er eitt af markmiðum Nova.”
– Forstjóri NOVA
“Við höfum nú nýtt HR Monitor í yfir ár og uppskorið aukna ánægju og helgun starfsmanna. Lykilatriðið er að stjórnendur rýni niðurstöðurnar með sínu teymi til að koma auga á það sem betur má fara og hlusta á rödd starfsmanna. Notkun okkar á HR Monitor hefur klárlega stuðlað að því að VÍS er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR 2020 og því að ánægja og helgun starfsmanna hefur aldrei mælst hærri hjá okkur en nú.”
– Mannauðsstjóri VÍS
“HR Monitor er okkar púlsmælir, það tól sem gefur okkar starfsfólki tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og okkur sem fyrirtæki færi á að bregðast hratt og vel við. Mánaðarlegar mælingar tryggja það að við erum alltaf með puttann á púlsinum, greinum hratt og vel ef hlutir eru ekki í lagi sem og að hrósa og þakka ef við á.”
– Mannauðsstjóri Varðar
“HR Monitor er mjög einfalt í notkun, gefur sveigjanleika til að aðlaga spurningarnar að því sem mestu máli skiptir hverju sinni og þá er lykilatriði að niðurstöðurnar koma strax að könnun lokinni. Ég get hiklaust mælt með kerfinu fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja fá góða yfirsýn yfir stöðuna í mannauðsmálum.”
– Lögfræðingur og mannauðsstjóri Menntamálastofnunar
“Reglulegar mannauðsmælingar HR Monitors gefa okkur hjá Hugverkastofunni fullvissu um þegar verið sé að gera rétta hluti. HR Monitor er besta verkfærið sem ég veit um fyrir hvaða vinnustað sem er. HR Monitor var lykilþáttur í því að við vorum valin sem stofnun ársins.”
– Forstjóri Hugverkastofunnar